Þorvaldur Þorvaldsson
Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og byggingaiðnfræðingur gefur kost á sér í forval VG í Reykjavík og stefnir á 1.-3. sæti.
Þorvaldur er 51 árs, á 3 dætur og 2 barnabörn. Hann hefur lengst af sínum starfsferli starfað við trésmíði og byggingaframkvæmdir, utan skólagöngu og eins árs við kennslu í Hrísey.
Þorvaldur hefur stundað söngnám í hjáverkum um árabil og syngur við ýmis tækifæri. Hann hefur tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi og stjórnmálastarfi í á fjórða áratug. Hann er stofnfélagi í VG og sat í stjórn flokksins fyrstu árin. Nýverið stóð hann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna og situr í stjórn þeirra. Hann leggur áherslu á félagslegar lausnir til að þjóðin geti unnið sig út úr kreppunni.
Hann berst fyrir leiðréttingu húsnæðislána almennings með almennum aðgerðum til samræmis við breyttar ytri aðstæður, til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og samfélagshrun á Íslandi.
Tenglar
Mínir tenglar
- Vinstri-græn Vinstrihreyfingin - grænt framboð
- Smugan Vefritið Smugan
- Eggin Eggin - vefrit um samfélagsmál
- Nei. Nei. - dagblað í ríki sjoppunnar
- SHA Samtök hernaðarandstæðinga
- FÍP Félagið Ísland-Palestína
- Trésmiðafélagið Trésmiðafélag Reykjavíkur
- Fagfélagið Fagfélagið
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar