Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og byggingaiðnfræðingur gefur kost á sér í forval VG í Reykjavík og stefnir á 1.-3. sæti.

Þorvaldur er 51 árs, á 3 dætur og 2 barnabörn. Hann hefur lengst af sínum starfsferli starfað við trésmíði og byggingaframkvæmdir, utan skólagöngu og eins árs við kennslu í Hrísey.

Þorvaldur hefur stundað söngnám í hjáverkum um árabil og syngur við ýmis tækifæri. Hann hefur tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi og stjórnmálastarfi í á fjórða áratug. Hann er stofnfélagi í VG og sat í stjórn flokksins fyrstu árin. Nýverið stóð hann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna og situr í stjórn þeirra. Hann leggur áherslu á félagslegar lausnir til að þjóðin geti unnið sig út úr kreppunni.

Hann berst fyrir leiðréttingu húsnæðislána almennings með almennum aðgerðum til samræmis við breyttar ytri aðstæður, til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og samfélagshrun á Íslandi.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorvaldur Þorvaldsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband